Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 24. júlí 2021 20:23
Victor Pálsson
Stuðningsmenn Newcastle óánægðir - „Versti dagur í mínu lífi"
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Newcastle eru margir hverjir mjög ósáttir eftir ákvörðun sem félagið tók í vikunni.

Newcastle ákvað þá að selja varnarmanninn Florian Lejeune til Alaves en hann var þar í láni á síðustu leiktíð.

Miðað við ummæli margra stuðningsmanna Newcastle á Twitter þá var Lejeune mjög vinsæll á meðal þeirra og er ákvörðunin ekki vinsæl.

Lejeune spilaði alls 46 leiki fyrir Newcastle á fjórum árum en hann kom frá Eibar í spænsku úrvalsdeildinni árið 2017.

Lejeune spilaði 24 deildarleiki með Alaves á síðasta tímabili á láni og ákvað félagið að tryggja sér hans þjónustu endanlega.

Margir hefðu viljað halda þessum þrítuga l eikmanni sem var á mála hjá Manchester City 2015-2016.










Athugasemdir
banner
banner
banner