Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júlí 2022 15:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds fékk nóg og gerði fjórar skiptingar í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknir og ÍBV eigast við í fyrsta leik 14. umferðar Bestu deildar karla þessa stundina. Rúmur klukkutími er liðinn af leiknum og er staðan orðin 4-1 fyrir ÍBV.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Leiknismenn fengu 5-0 skell gegn KA í síðustu umferð og gerði Siggi Höskulds fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá þeim leik.

Það gekk lítið upp þar sem staðan var 2-0 í hálfleik og Siggi tók til þeirra ráða að gera fjórfalda skiptingu í hálfleik. Það skilaði sér ágætlega þar sem Birgir Baldvinsson skoraði eftir aðeins 14 sekúndur í seinni hálfleik.

"Jæja 2-0 í hálfleik og Leiknismenn geta bara þakkað fyrir að vera ekki fleiri mörkum undir farandi inn í hálfleik þar sem þeir hafa ekkert getað! Siggi Höskulds líklega að taka hárblásarann núna í hálfleik.." skrifaði Laufdal í hálfleik.

Fimmta og síðasta skipting Leiknis kom svo eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik.

Leiknismenn hafa nú fengið á sig 9 mörk í síðustu tveimur leikjum, báðir á heimavelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner