Lokaumferðin í Pepsi Max-deild karla fer fram á morgun, allir leikirnir hefjast klukkan 14:00. Mikil spenna er hvaða lið verður Íslandsmeistari og svo geta þrjú lið fylgt Fylki niður í næst efstu deild.
Ágúst Þór Ágústsson, Grassi, Framtíðin, þið ráðið hvað þið kallið hann, er spámaðurinn fyrir þessa umferð.
Jón Þór Hauksson var spámaður í síðustu umferð og var með tvo leiki rétta. Svona spáir Ágúst leikjunum í lokaumferðini.
Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977
Ágúst Þór Ágústsson, Grassi, Framtíðin, þið ráðið hvað þið kallið hann, er spámaðurinn fyrir þessa umferð.
Jón Þór Hauksson var spámaður í síðustu umferð og var með tvo leiki rétta. Svona spáir Ágúst leikjunum í lokaumferðini.
Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977
Víkingur 2 - 1 Leiknir
Þægilegur 2-1 sigur núverandi bikarmeistara og verðandi Íslands- og bikarmeistara. Kristall Máni setur winner undir lokin og gerir Bjössa Bjartmarz stoltan.
Stjarnan 1 - 2 KR
KR ingar halda í Evrópuvonina og klára þennan leik sennilega 1-2. Halldór Orri kveður með marki og sendir Stjörnumenn glaða heim.
Breiðablik 3 - 1 HK
Blikar verða lengi í gang en sigla svo nokkuð þægilegum 3-1 sigri heim. Árni Vill setur 2 og Gummi Júl skrúfar upp hitann i restina, potar einu og þakkar traustið.
KA 2 - 1 FH
2-1 Heimasigur i hörkuleik. Elfar Árni setur sigurmarkið og einn af ungu strákunum hjá FH skorar. Davíð Viðars segir okkur eftir leik hvað hann heitir, hvenær hann er fæddur og hvar hann á heima.
Fylkir 1 - 3 Valur
Valsmenn gulltryggja 5. sætið með 1-3 sigri í Árbænum. Fylkismenn verða nokkuð sáttir með framlagið en ekki úrslitin. Kiddi Sig minnir á sig og skorar 1 og leggur upp annað.
Keflavik 2 - 2 ÍA
Skagamenn halda áfram að dreyma þar til um miðjan síðari hálfleik þegar Joey Gibbs jafnar 2-2 sem verða lokatölur leiksins. Jói Kalli lætur aðeins í sér heyra i restina en sleppur með áminningu frá ágætum dómara leiksins.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir