Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. september 2022 12:35
Ívan Guðjón Baldursson
Messi líður vel á ný: Nýbyrjaður að njóta mín aftur
Mynd: EPA

Lionel Messi þurfti smá aðlögunartíma í París. Hann var gagnrýndur á sínu fyrsta tímabili þar sem hann kom 'aðeins' að 26 mörkum með beinum hætti í 34 leikjum. Hann skoraði 11 og gaf 15 stoðsendingar.


Sú tölfræði er brandari í samanburði við markaskorun Messi hjá Barcelona og þess vegna var þessi fótboltasnillingur gagnrýndur svo harðlega.

Nú er annað uppi á teningnum. Messi líður betur og hefur leikið á alls oddi það sem af er tímabils, þar sem hann hefur komið að 14 mörkum í 11 leikjum.

„Mér líður vel. Mér líður betur en á síðustu leiktíð. Ég vissi að þetta yrði svona, ég þurfti aðlögunartíma," sagði Messi við fréttamenn eftir að hafa skorað tvennu í sigri Argentínu í æfingaleik í nótt.

„Mér líður betur innan félagsins og í klefanum. Mér líður betur með liðsfélögunum og ég er nýbyrjaður að njóta mín aftur."


Athugasemdir
banner
banner
banner