lau 24. september 2022 22:11
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Portúgal biðst afsökunar fyrir að hafa gleymt leikmanni á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fernando Santos landsliðsþjálfari Portúgal baðst afsökunar eftir flottan fjögurra marka sigur liðsins gegn Tékklandi í Þjóðadeildinni fyrr í kvöld.


Hann skipti Joao Mario inn fyrir varnarmann í seinni hálfleik og ákvað að færa Joao Palhinha, miðjumann Fulham, í varnarlínuna til að fylla í skarðið.

Santos var þá spurður að leikslokum hvers vegna hann hafi ákveðið að færa Palhinha í varnarlínuna í stað þess að nota miðvörðinn sem hann hafði á bekknum, Tiago Djalo 22 ára leikmann Lille í Frakklandi.

„Ég gleymdi að ég var með Tiago Djaló á bekknum, ég vil biðja hann afsökunar á þessu. Djaló átti að koma inná þarna en ég gleymdi honum. Ég hef fulla trú á honum sem leikmanni," svaraði Santos.

Portúgal er talið til sigurstranglegustu liða HM í Katar. Liðið varð Evrópumeistari 2016 og er á toppi síns riðils í Þjóðadeildinni, með tveggja stiga forystu á Spán.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner