Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 24. september 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Bryndís hoppaði af gleði - „Ég ætla að sýna mig og sanna"
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, er mætt til Düsseldorf til móts við íslenska kvennalandsliðið fyrir leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Hún var kölluð inn í hópinn í síðustu viku eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist.

„Það var geggjað, ég hoppaði af gleði þegar ég fékk fréttirnar og það er geggjað að vera komin," sagði Bryndís Arna í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hún var í U23 landsliðsverkefni í Marokkó þegar hún fékk fréttirnar. Bryndís skoraði í 2-3 sigri gegn Marokkó síðasta föstudag.

„Ég var bara í Marokkó, og ég fékk fréttirnar eftir kvöldmat. Það var mikil gleði," segir Bryndís og bætti við að verkefnið með U23 landsliðinu hefði verið geggjuð reynslu.

Það var nokkur umræða um það þegar Bryndís var ekki valin í upprunalega hópinn en hún hefur verið mjög góð með Val í sumar og er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Var hún svekkt að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Nei, það er bara eins og það er. Ég er alltaf að reyna að sýna mig og bæta mig. Að vera komin núna, þá reyni ég bara að sýna mig eins og ég get á æfingum.

Það var mikið talað um það á samfélagsmiðlum og annars staðar að hún ætti að vera í hópnum. Tók hún eftir þeirri umræðu? „Já, maður tók nú alveg eftir henni. Það var erfitt að komast fram hjá henni. Ég reyni bara að einbeita mér að sjálfri mér. Það er gott að vera komin hingað."

Ætlar að sanna sig
„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi þegar upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Bryndís spilaði núna vel með U23 landsliðinu og fær tækifæri til að sanna sig.

„Þetta var bara hans skoðun og það er allt í lagi. Ég ætla að sýna mig og sanna," sagði Bryndís og bætti við: „Það er geggjað að hitta stelpurnar hérna, mjög gaman."

Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

„Ég þurfti að millilenda í París og þetta var svolítið langt ferðalag, en það er gott að vera komin og leikurinn á þriðjudag leggst mjög vel í mig. Ég held að við getum náð alvöru úrslitum á móti þeim."

Hún er með nokkra liðsfélaga úr Val í hópnum og það hjálpar. „Það eru mörg kunnuleg andlit hérna og það er mjög þægilegt," segir Bryndís en hún hefur fulla trú á því að íslenska liðið geti strítt Þjóðverjum. Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner