Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. október 2021 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður um Solskjær: Held að þetta sé bara búið
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, telur að Ole Gunnar Solskjær verði ekki stjóri Manchester United mikið lengur.

Manchester United tapaði 0-5 gegn erkifjendum sínum í Liverpool fyrr í dag.

Pressan er orðin mikil á Solskjær eftir slaka byrjun á tímabilinu. Hann fékk mikinn stuðning með leikmannakaupum í sumar, en þrátt fyrir það er liðið átta stigum frá toppnum eftir níu leiki. Árangurinn er ekki nægilega góður.

Rætt var um framtíð Solskjær á Síminn Sport eftir leik. „Ég held hann lifi þetta ekki af. Ég held að það hafi verið of stór biti að tapa 5-0 fyr­ir Li­verpool í dag," sagði Gylfi Einarsson og bætti við:

„Ole er bú­inn að gera fína hluti þarna, maður hélt hann væri á réttri leið með liðið eft­ir fínt tíma­bil í fyrra en þeir virðast ráðalaus­ir í ár."

Eiður Smári, sem spilaði undir stjórn Solskjær hjá Molde, var sama sinnis. „Ég held því miður að þetta sé bara búið. Eins ljúf­ur og góður ná­ungi Ole Gunn­ar Solskjær er, þá var þetta bara of stór biti, eins og Gylfi sagði."


Athugasemdir
banner
banner