Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 24. október 2024 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að þjálfari Cercle hafi mátt fórna leiknum gegn Víkingi
Albert Brynjar.
Albert Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Víkings í gær.
Frá æfingu Víkings í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna rétt í þessu var að hefjast leikur Víkings og Cercle Brugge í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Það vakti athygli í aðdraganda leiksins að belgíska liðið geymdi sjö leikmenn eftir heima í Belgíu, sjö leikmenn sem byrjuðu síðasta Evrópuleik. Sex þeirra eru leikhæfir en einn meiddur.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

Cercle er í næstneðsta sæti belgísku deildarinnar sem er langt í frá viðunandi.

Albert Brynjar Ingason er sérfræðingur Stöð 2 Sport í kringum leikinn og segist hafa heyrt frá Belgíu að þjálfari Cercle, Miron Muslic, hafi fengið þau skilaboð að hann verði að vinna næsta deildarleik.

Það er leikur gegn Union St. Gilloise á sunnudag. Albert segist hafa heyrt að skilaboðin frá eigendum Cercle til þjálfarans hafi verið þau að það mætti fórna leiknum gegn Víkingi í dag, starf hans væri undir á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner