Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 24. nóvember 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Sig spenntur: Vorum saman í Völsungi í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson var á dögunum ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis og í dag samdi félagið við tvö öfluga leikmenn.

„Aðdragandinn var kannski lengri en bara núna eftir tímabil. Fjölnir nálgaðist mig í sumar, í glugganum í ágúst og báru það upp að koma í Fjölni og hjálpa þeim í baráttunni sem þeir voru í þá. Á þeim tímapunkti var ég ekki alveg tilbúinn að yfirgefa FH, en það kitlaði mjög mikið þá," sagði Baldur.

„Um leið og búið var að blása mótið af, þá höfðu þeir samband aftur og það tók ekki voðalega langan tíma að klára þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu."

Það er greinilega stefnan í Grafarvogi að fara beint upp úr Lengjudeildinni eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð.

„Við sjáum það í dag að það verið að semja við tvo mjög spennandi leikmenn og virkilega góða leikmenn. Það er kraftur og mjög spennandi tímabil framundan þar sem við stefnum á að fara aftur upp. Fjölnir er þannig félag að það kemur ekkert annað til greina."

Baldur og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þekkjast frá fyrri tíð. „Við vorum saman í Völsungi í þessari deild fyrir einhverjum 16 árum síðan, þegar hann var þjálfari Völsungs og ég leikmaður. Við þekkjumst aðeins, höfum kannski sama bakgrunn að norðan og ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi."

Í spilaranum að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner