Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   þri 24. nóvember 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Sig spenntur: Vorum saman í Völsungi í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson var á dögunum ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis og í dag samdi félagið við tvö öfluga leikmenn.

„Aðdragandinn var kannski lengri en bara núna eftir tímabil. Fjölnir nálgaðist mig í sumar, í glugganum í ágúst og báru það upp að koma í Fjölni og hjálpa þeim í baráttunni sem þeir voru í þá. Á þeim tímapunkti var ég ekki alveg tilbúinn að yfirgefa FH, en það kitlaði mjög mikið þá," sagði Baldur.

„Um leið og búið var að blása mótið af, þá höfðu þeir samband aftur og það tók ekki voðalega langan tíma að klára þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu."

Það er greinilega stefnan í Grafarvogi að fara beint upp úr Lengjudeildinni eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð.

„Við sjáum það í dag að það verið að semja við tvo mjög spennandi leikmenn og virkilega góða leikmenn. Það er kraftur og mjög spennandi tímabil framundan þar sem við stefnum á að fara aftur upp. Fjölnir er þannig félag að það kemur ekkert annað til greina."

Baldur og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þekkjast frá fyrri tíð. „Við vorum saman í Völsungi í þessari deild fyrir einhverjum 16 árum síðan, þegar hann var þjálfari Völsungs og ég leikmaður. Við þekkjumst aðeins, höfum kannski sama bakgrunn að norðan og ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi."

Í spilaranum að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir