Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 24. nóvember 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Sig spenntur: Vorum saman í Völsungi í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson var á dögunum ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis og í dag samdi félagið við tvö öfluga leikmenn.

„Aðdragandinn var kannski lengri en bara núna eftir tímabil. Fjölnir nálgaðist mig í sumar, í glugganum í ágúst og báru það upp að koma í Fjölni og hjálpa þeim í baráttunni sem þeir voru í þá. Á þeim tímapunkti var ég ekki alveg tilbúinn að yfirgefa FH, en það kitlaði mjög mikið þá," sagði Baldur.

„Um leið og búið var að blása mótið af, þá höfðu þeir samband aftur og það tók ekki voðalega langan tíma að klára þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu."

Það er greinilega stefnan í Grafarvogi að fara beint upp úr Lengjudeildinni eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð.

„Við sjáum það í dag að það verið að semja við tvo mjög spennandi leikmenn og virkilega góða leikmenn. Það er kraftur og mjög spennandi tímabil framundan þar sem við stefnum á að fara aftur upp. Fjölnir er þannig félag að það kemur ekkert annað til greina."

Baldur og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þekkjast frá fyrri tíð. „Við vorum saman í Völsungi í þessari deild fyrir einhverjum 16 árum síðan, þegar hann var þjálfari Völsungs og ég leikmaður. Við þekkjumst aðeins, höfum kannski sama bakgrunn að norðan og ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi."

Í spilaranum að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner