banner
   fim 24. nóvember 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kudus ósáttur við fréttaflutning: Þetta eru falsfréttir
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: EPA
Mohammed Kudus, leikmaður Ajax, lét í sér heyra á samfélagsmiðlum í gær eftir að viðtal við hann birtist hjá breska fjölmiðlinum Guardian.

Kudus er mest spennandi leikmaðurinn í liði Gana fyrir heimsmeistaramótið. Hann er búinn að skora níu mörk í 20 leikjum með Ajax og hann á mjög bjartan feril framundan þessi efnilegi leikmaður.

Í gær birtist við hann viðtal hjá Guardian en Kudus var ósáttur við það hvernig viðtalið var borið fram.

„Hann er ekki betri leikmaður, það er bara meira talað um hann," var fyrirsögnin á viðtalinu en þar var Kudus víst að tala um Neymar, leikmann Brasilíu.

Kudus fór á Twitter eftir að viðtalið birtist og skrifaði ósáttur: „Fjölskylda mín og menning kenndi mér það að virða eldra fólk. Neymar og fleiri goðsagnir leyfðu okkur að dreyma. Guardian, hvað er málið? Þetta eru falsfréttir!"

Kudus er 22 ára en Neymar er þrítugur að aldri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner