Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. janúar 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Verð að geta lifað með væntingunum
Lék níu leiki með aðalliði FCK á síðasta ári.
Lék níu leiki með aðalliði FCK á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Lék með U21 landsliðinu á síðasta ári.
Lék með U21 landsliðinu á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, var til viðtals hjá Tipsbladet í Danmörku í gær. Orri er átján ára unglingalandsliðsmaður sem lék sinn fyrsta keppnisleik með FCK í lok síðasta tímabils. Hann gekk í raðir FCK árið 2019 frá Gróttu.

Hann hefur vakið athygli með unglingaliðum FCK og markafjöldi hans með U19 ára liði félagsins er hærri en fjöldi spilaðra leikja. Á þessu tímaibli hefur hann komið fjórum sinnum inn á sem varamaður í deildinni og kom tvisvar sinnum inn á í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þá hefur hann byrjað báða bikarleiki liðsins til þessa. Alls eru leikirnir orðnir níu fyrir aðalliðið og Orri hefur í þeim skorað eitt mark.

Þetta hefur ekki bara verið dans á rósum því Orri klikkaði úr vítaspyrnu í bikarsigrinum á Hobro.

„Þetta hefur verið mikil áskorun fyrir mig og ekki síst krefjandi að verða hluti af aðalliðinu. Framherjastaðan er krefjandi staða og það er enginn tími má fara til spillis. Ég verð að vera tilbúinn fljótt."

„Stærsta áskorunin er líkamlegi þátturinn. Það er rosalega mikill munur á unglingafótbolta og fullorðins fótbolta þegar horft er á líkamlega þáttinn, og ég verð að vera betri í því að nota skrokkinn. Ég held ég sé á réttri leið, en ég þarf að gera það betur."


Orri lék seinni hálfleikinn í grannaslagnum gegn Bröndby fyrir áramót og átti góðan leik.

„Mér fannst sá leikur fara vel. Mér fannst innkoma mín mjög góð, og eftir það fór ég að spila aðeins fleiri leiki. Það var erfitt að koma inn á leikjunum í Meistaradeildinni, þar sem getustigið var mjög hátt, en það var gott fyrir mig að reyna mig þar og það hjálpar minni þróun."

Orri var spurður út í væntingarnar til hans eftir markaskorunina með U19 liðinu.

„Auðvitað finn ég fyrir þeim, en ég verð að geta lifað með þeim. Ég hef skorað þessi mörk sjálfur og sýnt hvað ég get, og ég veit að ég get skorað mikið af mörkum. Það er bara sanngjarnt að það sé gert ráð fyrir því frá mér. Að skora mörk er besta tilfinning í heimi. Sem famherji, þá er það það eina sem þú hugsar um," sagði Orri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner