Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2019 10:52
Elvar Geir Magnússon
París
Afar fáir Íslendingar á leiknum í kvöld
Icelandair
Fámennt en góðmennt.
Fámennt en góðmennt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður fámennt en góðmennt meðal íslenskra stuðningsmanna á Stade de France í kvöld.

Fjölmiðlar fengu þær upplýsingar að opinberlega verða aðeins 75 íslenskir stuðningsmenn á leiknum. Það má þó gera ráð fyrir því að þeir verði á endanum eitthvað fleiri.

Stade de France tekur 80 þúsund áhorfendur en ekki er uppselt á leikinn. Búast má við 65-70 þúsund manns í kvöld.

Ástæðan fyrir því að ekki er uppselt er sú að leikurinn verður frekar seint að staðartíma, 20:45 á mánudagskvöldi, og stuðlar það að því að færra fólk með börn mæti á leikinn.

Það má þó búast við góðu stuði á leiknum en franska knattspyrnusambandið fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Leikurinn verðru 19:45 í kvöld að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner