Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. mars 2020 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Henti ljósmyndara niður brekku eftir fall Vals
Jón Þorgrímur í leik með HK.
Jón Þorgrímur í leik með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur féll í fyrsta sinn í sögu félagsins í lok tímabilsins 1999 en þetta varð niðurstaðan eftir tap gegn Grindvík í lokaleik suður með sjó. Jón Þorgrímur Stefánsson lék með Val á þessum tíma en í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net segir hann frá því hvernig hann missti stjórn á skapi sínu eftir leikinn þegar hann gekk til búningsklefa.

Eftir að flautað var til leiksloka gekk Teitur Jónasson ljósmyndari undan honum og myndaði í bak og fyrir. Þegar Jón Þorgrímur nálgaðist lokað svæði fyrir leikmenn að ganga af velli inn í búningsklefa sem afmarkað var með köðlum.

„Ljósmyndarinn var búinn að taka svona 20 myndir af mér þar sem ég sat í grasinu eftir leikinn. Ég segi við hann 'nú hlýtur þú að vera kominn með nógu mikið?' Hann heldur áfram og hreytir í mig 'ég segi þegar það er komið nóg'. Ég segi 'ok' og fer inn í klefa," segir Jón Þorgrímur í viðtalinu þegar hann var beðinn um að útskýr atvikið. Hann hélt svo áfram.

„Hann heldur áfram að bakka á undan mér og ég segi við hann: 'Þetta er bara fyrir leikmenn', hann segir að það sé líka fyrir fréttamenn og ég labba áfram meðan hann bakkar. Svo stoppar hann og rekur myndavélina í kjálkann á mér. Ég er ekki með sérstaklega langan þráð og tek hann og hendi honum yfir kaðlana og það er brekka beint þarna niður. Hann rúllar niður alla brekkuna."

„Svo hugsa ég ekki meira um þetta fyrr en það kom flennistór mynd af mér og honum rúllandi niður brekkuna frá öðrum ljósmyndara. Svo fæ ég símtal og er hvattur til að kæra hann til siðanefndar blaðamanna. Ég sagði 'nei, hann gerði ekkert rangt, þetta var slys sem gerði þetta að verkum. Ég var nýfallinn og brást ekki rétt við'."


Jón Þorgrímur segir svo frá því að KSÍ hafi sent bréf um að málið væri í skoðun en engir eftirmálar hafi verið af því að lokum. Hann fékk þó símtal frá Teiti.

„Hann hringdi í mig og hafði áhyggjur af því að ég ætlaði að fara með þetta fyrir siðanefnd blaðamanna. Ég sagðist engan áhuga hafa á því og fyrir mér væri þetta búið. Ég bað hann afsökunnar á að hafa hent honum niður brekkuna og hann sagði að hann hafi ekki átt að halda áfram að egna mér."

Í spilaranum að neðan er þátturinn í heild sinni en þar má heyra Jón segja þessa sögu sem aðrar af ferlinum.
Miðjan - Jónsi var frábær í fótbolta en ástríðan í viðskiptum
Athugasemdir
banner
banner