Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   þri 25. mars 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Branthwaite áhyggjufullur og horfir í skref upp á við
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn Jarrad Branthwaite ætlar að íhuga framtíð sína hjá Everton þar sem hann er áhyggjufullur eftir að hafa misst af fyrsta landsliðshópi Thomas Tuchel.

Branthwaite var ekki í fyrsta hópnum hjá Tuchel, nýjum landsliðsþjálfara Englands, og var þess í stað valinn í U21 landsliðið.

Branthwaite spilaði sinn fyrsta landsleik undir stjórn Gareth Southgate en samkvæmt Sky Sports er hann áhyggjufullur og er farinn að skoða það alvarlega að taka stærra skref í sumar.

Manchester United sýndi Branthwaite mikinn áhuga síðasta sumar en Everton hafnaði nokkrum tilboðum frá United í hann. Núna er hann einnig orðaður við Man City, Liverpool og Tottenham, og þá hefur Real Madrid fylgst með honum.

Það er líklegt að nafn hins 22 ára gamla Branthwaite verði áfram í slúðurpökkum þegar sumarið gengur í garð.
Athugasemdir