Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni W: Menn mega segja það sem þeir vilja - Er ekki í neinum leikaraskap
Brynjólfur í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Brynjólfur í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég vil vinna titil með Breiðablik í sumar og ég sé mig í atvinnumennsku.
Ég vil vinna titil með Breiðablik í sumar og ég sé mig í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það er mikil hvatning að sjá alla vinnuna sem hann hefur lagt á sig skila sér, þannig ég veit hvað ég þarf að gera.
Það er mikil hvatning að sjá alla vinnuna sem hann hefur lagt á sig skila sér, þannig ég veit hvað ég þarf að gera.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur hjálpað mér svo mikið, allar aukaæfingarnar í æsku með mér og Willum og svo bara að geta spjallað við hann eftir leiki.
Hann hefur hjálpað mér svo mikið, allar aukaæfingarnar í æsku með mér og Willum og svo bara að geta spjallað við hann eftir leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson er sóknarmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni. Binni, eins og hann er oft kallaður, verður tvítugur í ágúst og kom inn í hópinn hjá Blikum sumarið 2018.

Binni er U21 árs landsliðsmaður og á hann að baki nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fótbolti.net hafði samband við Binna og spurði hann út í síðasta tímabil, framtíðina og sitthvað fleira.

Lærði helling af því að koma inn í breiðan hóp
Binni segir í 'Hinni hliðinni' að hann hafi tekið þátt í æfingaleik með Blikum árið 2015. Aðspurður segist hann ekki hafa verið nálægt því að leika mótsleik með meistaraflokki árin 2016 og 2017.

En hvernig var að koma inn í hópinn árið 2018?

„Það var bara gaman að koma inn í svona breiðan hóp með fullt af góðum leikmönnum og maður lærði helling," sagði Binni.

Gústi góður að peppa menn upp
Binni vakti athygli árið 2018 þegar hann kom Blikum í vítaspyrnukeppni með marki seint í framlengingu gegn Ólafsvíkur Víkingum í undanúrslitum bikarsins.

„Það er geggjað að geta tryggt Blikum í úrslitaleikinn. Ég hélt að dómarinn ætlaði að flauta af löngu áður en maður fær alltaf séns," sagði Binni í viðtali eftir leikinnn. Man hann eftir því hvað Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, sagði áður en honum var skipt inn á?

„Man það ekki alveg en örugglega bara þetta vanalega „koma inn af krafti, berjast og reyna að breyta leiknum“. Gústi var góður í að peppa mann upp þegar maður var að koma inná."

Reyndi að brjóta leikinn upp
Kallað var eftir því að Binni fengi rautt spjald eftir að hann kom inn á sem varamaður gegn Fylki á síðasta tímabili. Hvernig upplifði hann hitann í Árbænum?

„Ég kem inná þegar við erum 4-2 undir og er bara að reyna brjóta leikinn aðeins upp og það gekk ágætlega við náðum inn einu marki sem dugði ekki til."

Ef Binni lítur til baka á heild tímabilsins í fyrra, hvernig fannst honum frammistaða sín?

„Mér fannst ég spila mjög vel."

Er ekki í neinum leikaraskap
Binni fékk gagnrýni síðasta haust fyrir að láta sig falla of auðveldlega. Þá voru Skagamenn allt annað en sáttir þegar Binni féll í teig þeirra í leik liðanna i Lengjubikarnum í vetur. Er þetta eitthvað orðspor sem hann hefur áhyggjur af?

„Menn mega segja það sem þeir vilja en ég er ekki i neinum leikaraskap."

Mikil hvatning að sjá árangur Willums
Bróðir Binna, Willum Þór Willumsson, er leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Gefur það Binna innspýtingu að sjá bróður sinn spila með sterku liði í atvinnumennsku?

„Algjörlega. Það er mikil hvatning að sjá alla vinnuna sem hann hefur lagt á sig skila sér, þannig ég veit hvað ég þarf að gera."

Besti þjálfarinn
Willum Þór Þórsson er afar farsæll þjálfari og er það faðir Binna. Binni segir í 'Hinni hliðinni' að pabbi sinn sé besti þjálfarinn sem hann hafi haft. Hvað gerir hann að besta þjálfaranum?

„Hann hefur hjálpað mér svo mikið, allar aukaæfingarnar í æsku með mér og Willum og svo bara að geta spjallað við hann eftir leiki. Farið yfir málin og ég fæ gagnrýni þar sem ég hef lært helling af. Einnig líka bara að ræða og diskútera fótbolta almennt er mjög gott og gerum við það oft. Það er fátt skemmtilegra."

Gaman að vita af áhuga en það fór ekki lengra
Í febrúar var slúðrað um að Valur hefði áhuga á að kaupa Binna til sín. Var Binni nálægt því að fara í Val?

„Nei. Það er bara gaman af vita af áhuga en það fór aldrei lengra en það."

Líst vel á hlutina hingað til - Hægt að læra af Thomas
Óskar Hrafn Þorvalsson tók við Blikaliðinu af Ágústi Gylfasyni eftir síðasta tímabil. Telur Binni að hugmyndafræði Óskars henti sínum leikstíl vel?

„Það á kannski eftir að reyna almennilega á þetta en hingað til líst mér vel á hugmyndafræðina."

Thomas Mikkelsen leikur yfirleitt sem fremsti maður hjá Breiðabliki. Hefur Binni lært mikið af honum?

„Thomas er bara geggjaður framherji og markaskorari og hægt að læra mikið af honum."

Titill og atvinnumennska
Hver eru markmið Binna, í fyrsta lagi fyrir sumarið og svo ef hann lítur 2-3 ár fram í tímann?

„Ég vil vinna titil með Breiðablik í sumar og ég sé mig í atvinnumennsku," sagði Binni að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner