fim 25. maí 2023 10:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir reiður eftir örlagaríkan dóm - „Þetta var aldrei vítaspyrna"
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Valgeir Lunddal, sem leikur með Hacken, var miður sín eftir tap gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Djurgården þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins. Vítaspyrnan var dæmd á Valgeir en hann var verulega ósáttur við dóminn.

Dómarinn mat það sem svo að boltinn hafði farið í hendi Valgeirs en Íslendingurinn var ósammála því.

„Það er ekki mikið að segja. Þetta var aldrei vítaspyrna og dómarinn gerði mistök. Þannig er það bara," sagði Valgeir ósáttur eftir leikinn en sagðist hafa fengið boltann í maga sinn. „Aldrei í höndina."

„Ég var mjög pirraður og tilfinningaríkur eftir leikinn. Við gátum unnið leikinn en þurfum að fara með núll stig heim. Ég er mjög reiður. Ég held að dómarinn viti að hann hafi gert mistök."

Hacken, sem er ríkjandi meistari í Svíþjóð, er sem stendur í þriðja sæti eftir tíu leiki, sex stigum frá toppliði Malmö.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner