Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 25. maí 2024 20:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður stórkostlega, þetta er nógu erfiður útivöllur og ég þekki þennan völl mjög vel hafandi spilað fullt af leikjum hérna en vsvo bætiru við þessum aðstæðum sem voru í dag þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu og ég fullyrði það." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir frábæran 0-1 útisigur á Norðurálsvellinum í dag þegar liðið heimsótti ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Að vinna 1-0 sigur hérna, þetta var engin tiki taka leikur, við þurftum ekki á því að halda í dag. Þetta var bara hjartað, hugrekki og mikla heppni til að landa þessum sigri afþví í svona leik og aðstæðum þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna og þess háttar og við vorum heppnari í dag."

„Þetta var eitthvað meira en bara vindur sko, spurning hvort leikurinn hefði átt að fara fram ég veit það ekki. Mér finnst einhverneigin að við eigum að vera komnir aðeins lengra en mögulega er það ekki hægt útaf leikjaálagi og þess háttar. Bæði lið reyndu bara að gera sitt besta úr þessu og við vorum heppnari að mínu mati að hafa landað þessum sigri."

Stóra atvikið sem réði þessum úrlistum var þegar Daniel Dejan Djuric féll inn í teig ÍA efitr samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að lýta rautt spjald í kjölfarið og þetta atvik var vægast sagt umdeilt. 

„Það er bara nákvæmlega eins og þú segir og ég held að Elli (Erlendur Eiríksson) dómari hefur bara ekki það sem sjónvarpsáhorfendur hafa eitthvað slow endursýningu úr þessu afþví við fyrstu sýn virkaði þetta pjúra víti en svo ef þú breikar þetta aðeins niður að þá mögulega rennur hann aðeins til, en alls ekki að reyna físka víti, hann er að reyna ná til boltans þannig já það hægt að kaupa það að þetta hafi verið „soft víti" en eftir það þá fannst mér dómarateymið vera mjög sterkt af því voru ákveðin áköll úr stúkunni og ég þekki mína menn á Skaganum mjög vel og það eru læti."

Viðtalið við Arnar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner