Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 25. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ashley Young framlengir við Everton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hinn síungi Ashley Young hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Everton. Þetta staðfesti enska félagið í morgun. Fjallað var um það í síðasta mánuði að Young væri með samningstilboð á borðinu og nú er hann búinn að skrifa undir.


Young er mjög ánægður með andrúmsloftið í klefanum hjá Everton. Hnan var fyrsti leikmaðurinn sem Sean Dyche krækti í síðasta sumar og lék hann 34 leiki á síðasta tímabili - leysti nokkrar stöður í liðinu.

Hann varð elsti leikmaður í sögu Everton til að þreyta frumraun sína þegar hann lék sinn fyrsta leik 38 ára og 34 daga gamall síðasta haust.

Young á að baki 39 leiki fyrir enska landsliðið og hefur á sínum ferli unnið ensku deildina, ítölsku deildina, enska bikarinn og Evrópudeildina.

„Ég þurfti ekki að hugsa mig um. Ég ræddi við stjórann áður en síðasta tímabil endaði og han spurði hvað ég vildi. Ég vildi halda áfram og sagði strax já. Ég hef elskað tímann hérna. Stuðningsmenn eru frábærir, félagið vill taka skref áfram og ég vil vera hluti af því ferðalagi. Þetta er á meðal bestu búningskelfa sem ég hef verið hluti af. Það er sterk tenging milli manna, mikil samheldni," segir Young sem verður 39 ára eftir tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner