Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júlí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Svona gerist ekki upp úr þurru"
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Swansea er í B-deild á Englandi.
Swansea er í B-deild á Englandi.
Mynd: Getty Images
Þær voru áhugaverðar fréttirnar í síðustu viku þegar Eiður Smári Guðjohnsen var orðaður við stjórastarfið hjá Swansea.

Liðið hafnaði í fjórða sæti í Championship-deildinni á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaleik við Brentford um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea hefur verið í stjóraleit eftir að Steve Cooper ákvað að hætta með liðið.

Eiður Smári var ofarlega í veðbönkum í tengslum við starfið í síðustu viku en rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Svona gerist ekki upp úr þurru," sagði Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson tók undir það.

„Ég sendi á hann SMS og sagði: 'Er kallinn á leiðinni til Swansea?' Ég fékk bara: 'Hahaha' til baka. Það var ekkert meira, en það er rétt hjá þér að svona gerist ekki bara upp úr þurru."

„Hann er þá í umræðunni þarna úti," sagði Elvar Geir.

„Það var enginn heimildarmaður sem sagði að þetta væri eitthvað, fréttin var ekki þannig. Hann var fjórði líklegasti samkvæmt SkyBet. Þessar veðmálasíður þurfa að vera með ansi traustar heimildir til að taka við peningum. Þetta var líklega ekki búið til úr lausu lofti. Það sagði mér ýmislegt að hann væri fyrir ofan Frank Lampard sem er búinn að stýra Derby og Chelsea."

Eiður er auðvitað aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla núna en í fyrra þjálfaði hann FH seinni hluta tímabils með stórgóðum árangri. Hann er þekkt stærð á Englandi eftir að hafa slegið í gegn sem leikmaður Chelsea fyrir um 20 árum síðan.

Hætti við að taka við Swansea
BBC sagði að það væri nánast frágengið að John Eustace, aðstoðarstjóri QPR, myndi taka við starfinu. Það var hins vegar sagt frá því í dag að Eustace hefði ákveðið að hafna tilboði Swansea og núna þarf því félagið að fara aftur að teikniborðinu.

Þetta var komið það langt að búist var við því að hann yrði tilkynntur sem nýr stjóri Swansea í dag eða á morgun.

Eiður er ekki lengur ofarlega hjá Sky Bet og er Lampard núna fyrir ofan hann. Cameron Toshack er efstur á listanum.
Útvarpsþátturinn - Hugaðir Blikar og ÍBV gleður Eyjamenn eftir áfallið
Athugasemdir
banner
banner