sun 25. ágúst 2019 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Stórsigur hjá Dagnýju fyrir landsleikina
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Dagný Brynjarsdóttir spilaði í kvöld allan leikinn á miðjunni fyrir Portland Thorns er liðið vann öruggan sigur gegn Chicago Red Stars.

Hin 36 ára gamla Christine Sinclair skoraði fyrsta mark leiksins eftir 12 mínútur og bætti Margaret Purce við öðru marki Portland 12 mínútum síðar.

Purce gerði sitt annað mark í leiknum á 56. mínútu og þar við sat, öruggur 3-0 sigur Portland niðurstaðan.

Það voru rúmlega 17.500 áhorfendur á leiknum í Portland í kvöld.

Portland er á toppi bandarísku deildarinnar með 36 stig úr 19 leikjum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Utah Royals gerðu í síðustu viku markalaust jafntefli gegn Washington Spirit. Gunnhildur lék þar allan leikinn fyrir Utah, sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Framundan eru landsleikir hjá Dagnýju og Gunnhildi. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í fyrstu leikjunum í undankeppni EM. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli 29. ágúst og 2. september.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner