Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Ég er bara stoltur af liðinu, þetta var fagmannlegur leikur og vel gert hjá okkur. HK var auðvitað að berjast fyrir lífi sínu og við kannski einhvernveginn að sleikja sárin eftir síðustu helgi. Það hefði verið auðvelt að fara vorkenna sjálfum sér og mæta ekki eins og menn svo til leiks en drengirnir sýndu enn og aftur að það býr mikill karakter í þessu liði og ég er stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Óskar Hrafn segist ekki horfa tilbaka á tímabilið með neitt svekkelsi yfir neinu mómenti eða leik sem hefði betur mátt fara.
„Nei nei, það er svo auðvelt að benda á einhver töpuð stig hér og töpuð stig þar en svo veit maður ekkert hvort að það sem gerðist á eftir þeim töpuðum stigum hefði endilega gerst."

Óskar Hrafn segir undirbúning fyrir næsta tímabil löngu hafið.
„Já, löngu byrjaðir að því. Þetta er endalaus vinna og þú í raun og veru ert byrjaður að hugsa um tímabilið 2023 núna, þetta er bara on going og við ætlum ekkert að gefa eftir."

Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner