Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 25. september 2021 17:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Ég er bara stoltur af liðinu, þetta var fagmannlegur leikur og vel gert hjá okkur. HK var auðvitað að berjast fyrir lífi sínu og við kannski einhvernveginn að sleikja sárin eftir síðustu helgi. Það hefði verið auðvelt að fara vorkenna sjálfum sér og mæta ekki eins og menn svo til leiks en drengirnir sýndu enn og aftur að það býr mikill karakter í þessu liði og ég er stoltastur af því hvað liðið hefur tekið stórt skref á þessu tímabili." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Óskar Hrafn segist ekki horfa tilbaka á tímabilið með neitt svekkelsi yfir neinu mómenti eða leik sem hefði betur mátt fara.
„Nei nei, það er svo auðvelt að benda á einhver töpuð stig hér og töpuð stig þar en svo veit maður ekkert hvort að það sem gerðist á eftir þeim töpuðum stigum hefði endilega gerst."

Óskar Hrafn segir undirbúning fyrir næsta tímabil löngu hafið.
„Já, löngu byrjaðir að því. Þetta er endalaus vinna og þú í raun og veru ert byrjaður að hugsa um tímabilið 2023 núna, þetta er bara on going og við ætlum ekkert að gefa eftir."

Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner