Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak um Orra: Maður hefur séð þetta á æfingasvæðinu
Ísak og Orri Steinn.
Ísak og Orri Steinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson er einn efnilegasti leikmaður þjóðarinnar. Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur verið í nokkuð stóru hlutverki með FC Kaupmannahöfn í byrjun tímabilsins og þá spilaði hann sína fyrstu A-landsleiki á dögunum.

Hann var í byrjunarliði þegar Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði.

Ísak Bergmann Jóhannesson þekkir Orra vel en hann spilaði með honum í FCK og er liðsfélagi hans í landsliðinu. Hvernig hefur verið fyrir Ísak að fylgjast með þróun Orra?

„Bara geggjað. Maður hefur séð þetta á æfingasvæðinu hjá FCK, hvað hann er þvílíkt góður slúttari og með geggjaðan skrokk. Ég sá að þeir unnu núna 3-2 og hann lagði upp mark á útivelli gegn Bröndby. Hann skoraði á móti Nordsjælland líka um daginn. Hann er að stíga upp og ég vona að FCK muni setja allt púður í að hafa hann sem aðalsóknarmann," sagði Ísak við Fótbolta.net í gær. „Hann hefur gert ótrúlega vel og er enn bara 19 ára. Ég er ótrúlega stoltur af honum."

Getur Orri farið alla leið á toppinn?

„Já, algjörlega. Þú verður að hafa hausinn í lagi og verður að reyna að bæta þig á hverjum einasta degi. Þú verður að vera á góðum stað þar sem fólk trúir á þig. Hann er klárlega þar í FCK," sagði Ísak einnig en viðtalið við hann má horfa á í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner