Noregur 3 - 1 Ísland
1-0 Ida Natvik ('25, víti)
2-0 Ida Natvik ('33)
2-1 Hrafnildur Ása Halldórsdóttir ('36)
3-1 Vilde Vedeler ('65)
1-0 Ida Natvik ('25, víti)
2-0 Ida Natvik ('33)
2-1 Hrafnildur Ása Halldórsdóttir ('36)
3-1 Vilde Vedeler ('65)
Íslenska U19 landsliðið kvenna mætti því norska í Sarpsborg í dag. Um seinni leik liðsins í þessu verkefni var að ræða því liðið lék gegn Svíþjóð á laugardag. Sá leikur fór 3-2 fyrir þeim sænsku.
Noregur komst í 2-0 með mörkum frá Idu Natvik en á 36. mínútu skoraði Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og minnkaði muninn fyrir Ísland.
Vilde Vedeler skoraði svo þriðja mark Noregs á 65. mínútu og þarf við sat.
Leikirnir tveir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir 1. umferð undankeppni EM 2024 þar sem Ísland er með Skotlandi, Serbíu og Belarús í riðli. Sú undankeppni fer fram dagana 24.-30. október í Albaníu.
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Noregi.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 25, 2023
Bein útsending kl. 10:00.https://t.co/dA25FNigid#dottir pic.twitter.com/yOwNV27DDz
Athugasemdir