Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. október 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkjamaður reynir að kaupa Derby
Fyrir utan heimavöll Derby, Pride Park.
Fyrir utan heimavöll Derby, Pride Park.
Mynd: Getty Images
Chris Kirchner, bandarískur viðskiptajöfur, hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa enska knattspyrnufélagið Derby County.

Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og er í leit að nýjum eiganda til að halda félaginu á floti.

Það voru 12 stig tekin af félaginu á dögunum eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Kirchner er aðeins 34 ára gamall. Hann er áhugasamur um það að kaupa Derby og hjálpa félaginu. Hann skrifaði bréf til stuðningsmanna þar sem hann sagði: „Við þekkjumst ekki enn, en við eigum tvennt sameiginlegt: Ást okkar á fótbolta og löngun okkar til að endurreisa Derby County aftur í það félag sem þið eigið öll skilið."

Kirchner segist hafa verið aðdáandi fótbolta alla sína ævi og hann segir að það sé draumur sinn að eiga fótboltafélag. Hann lítur á Derby til að upplifa þann draum.

Wayne Rooney er þjálfari Derby County og hefur hann staðið sig vel við erfiðar aðstæður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner