Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 25. október 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Íslendingar mikil „undrabörn" í Football Manager 2022
Ísak er annað árið í röð.
Ísak er annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir Íslendingar á meðal „undrabarna" í Football Manager 2022 tölvuleiknum.

Nýjasta útgáfan af tölvuleiknum vinsæla kemur út 9. nóvember næstkomandi. Svokölluð Beta útgáfa leiksins er komin út núna og geta þau sem forpöntuðu leikinn spilað hann núna.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Vefsíðan FM Scout hefur gefið út út lista yfir „undrabörnin (e. wonderkids)" í leiknum. Það eru leikmenn sem eru mjög efnilegir og geta orðið mjög góðir þegar líður á.

Ísak Bergmann er á listanum annað árið í röð. Hann og Andri Fannar Baldursson voru á listanum í fyrra. Aftur eru tveir íslenskir leikmenn núna, en í þetta sinn kemur Andri Lucas Guðjohnsen inn.

Ísak, sem er 18 ára, er í dag leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku og íslenska landsliðsins. Hann er á meðal mest spennandi miðjumanna tölvuleiksins enda er hann kominn mjög langt á sínum ferli miðað við aldur.

Andri Lucas er 19 ára gamall sóknarmaður sem er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid. Hann er í varaliðinu þar. Andri hefur stigið sín fyrstu skref með A-landsliðinu upp á síðkastið og staðið sig mjög vel.

Ísak fær einkunn upp á 84 og Andri upp á 81. Það nægir þeim til að komast í flokk sem er skráður sem „leikmaður í alveg hæsta klassa."

Á listann komast bara leikmenn sem eru tvítugir og yngri, en hægt er að skoða hann í heild sinni hérna.

Þess má geta að Ísak er mikill aðdáandi leiksins og hefur hann talað um að hann kaupi stundum sjálfan sig.

„Stundum geri ég það til að skoða hversu góður ég er," sagði Ísak við heimasíðu FC Kaupmannahafnar. Hann er mjög góður í nýjasta leiknum.

Sjá einnig:
Gylfi ekki í nýja Football Manager leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner