Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. nóvember 2021 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak sagði Helga elska athygli og hluta af trúðalestinni - Hittast í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael Jónasson dæmir leik Lincoln Red Imps og FC Kaupmannahafnar í Sambandsdeildinni í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Þórður Arnar Árnason. Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Í byrjunarliði er Ísak Bergmann Jóhannesson en hann fór ekki fögrum orðum um Helga eftir leik Víkings og ÍA í sumar. Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og skoraði Nikolaj Hansen úr vítinu fyrir Víking. Ísak er uppalinn Skagamaður og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA.

Sjá einnig:
Ísak Bergmann pirraður út í Helga Mikael - „Til hamingju núna fáið þið athygli"

„Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild?" spurði Ísak í Instagram færslu og hélt áfram.

„Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael. Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð," skrifaði Ísak.

Leikurinn hefst klukkan 17:45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. FCK tryggir sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar með sigri. Ásamt Ísaki er Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði ÍA.


Athugasemdir
banner
banner
banner