Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers um Man Utd: Ekkert til í þessu
Brendan Rodgers er ekki á förum
Brendan Rodgers er ekki á förum
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Leicester City á Englandi, segir ekkert til í þeim orðrómi að hann sé á leið til Manchester United en hann var spurður út í starfið á blaðamannafundi fyrir leik Leicester gegn Legia í Evrópudeildinni.

Rodgers er einn þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn á dögunum.

Veðbankarnir töldu Zinedine Zidane og Rodgers líklegasta til að taka við stöðunni er Solskjær var rekinn en Rodgers segir ekkert til í því að hann sé á leið þangað.

„Það er ekkert til í þessu. Þetta er ekki satt," sagði Rodgers.

„Það er allt slúður og það verður þannig þangað til félagið mun ráða mann í starfið. Ég er skuldbundinn Leicester. Menningin hér er að þróa leikmenn og þannig sé ég það og sérstaklega á þessum kafla tímabilsins," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner