Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. janúar 2020 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Faxaflóamótið: Rakel skoraði tvö í sigri Breiðabliks
Blikar unnu Keflavík
Blikar unnu Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 0 - 5 Breiðablik
0-1 Rakel Hönnudóttir ('10 )
0-2 Þórhildur Þórhallsdóttir ('18 )
0-3 Rakel Hönnudóttir ('37 )
0-4 Ástrós Lind Þórðardóttir ('43, sjálfsmark )
0-5 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('63 )

Breiðablik vann Keflavík 5-0 í Faxaflóamóti kvenna í kvöld er liðin mættust í Reykjaneshöllinni.

Rakel Hönnudóttir kom Blikum yfir á 10. mínútu áður en Þórhildur Þórhallsdóttir bætti við öðru átta mínútum síðar. Rakel gerði annað mark sitt á 37. mínútu áður en Ástrós Lind Þórðardóttir varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net undir lok fyrri hálfleiks.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði svo fimmta og jafnframt síðasta mark leiksins á 63. mínútu.

Lokatölur 5-0 og Blikar í efsta sæti A-riðils mótsins eftir tvo leiki með fullt hús stiga. Keflavík er í öðru sæti með 4 stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner