Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. janúar 2021 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flaggið á loft áður en City skoraði - Markið fékk að standa
Cancelo skoraði markið.
Cancelo skoraði markið.
Mynd: Getty Images
Manchester City vann 5-0 sigur á West Brom í kvöld og er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Hægri bakvörðurinn Joao Cancelo átti mjög flottan leik og skoraði hann annað mark City í leiknum.

Markið var nokkuð skrítið þar sem Sian Massey, aðstoðardómari, setti flagg sitt á loft til merkis um rangstöðu áður en Cancelo smellti boltanum. Leikmenn West Brom sáu flaggið fara á loft og stöðvuðu í stutta stund áður en Cancelo skoraði.

Reglan hefur verið þannig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu að flaggið fer ekki á loft fyrr en sóknartækifærið er búið. Þannig er hægt að leyfa sókninni að klára og skoða svo í VAR ef eitthvað gerist. Massey fannst sóknin greinilega vera á enda komin en dómarinn var ekki sammála og leyfði henni að halda áfram.

VAR leyfði markinu að standa, engin rangstaða var talin vera í aðdragandanum.

Markið má sjá með því að smella hérna.

Man City skoraði einnig umdeilt mark í síðasta úrvalsdeildarleik sínum gegn Aston Villa. Það mark fékk að standa en svo kom í ljós að það átti ekki að standa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner