Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   þri 26. janúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Tómas Þór spáir í leiki vikunnar á Englandi
Tómas Þór Þórðarson
Tómas Þór Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Auðunn Blöndal var með sex rétta þegar hann spáði í leiki þarsíðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni.

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni í vikunni en leikið er í kvöld, á morgun og fimmtudag. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, spáir í leikina að þessu sinni.



Crystal Palace 0 - 2 West Ham (18:00 í kvöld)
Moyes, eða Gaffer eins og Bjarni Þór vinur minn kallaði hann, er búinn að smíða einhverja ólseigustu vél sem sögur fara af þarna í Austur-Lundúnum. Soucek og Antonio skora.

Newcastle 1 - 1 Leeds (18:00 í kvöld)
Bruce gerir ekki aftur þau mistök að sækja á Leeds og Bielsa-boys eru ekki alveg nógu góðir gegn liðum sem liggja.

Southampton 0 - 1 Arsenal (20:15 í kvöld)
Nýr dagur. Sama skor. Hitt liðið vinnur.

WBA 0 - 6 Manchester City (20:15 í kvöld)
Það er hægt og bítandi að kvikna allsvakalega á þessu City-liði. Þetta verður afskaplega auðveld gönguferð í garðinum.

Chelsea 2 - 2 Wolves (18:00 á morgun)
Hvað skal segja eftir brottrekstur Franks? Úlfarnir unnu í sama leik fyrir ekki margt löngu. Held að þetta verði opið en jafntefli.

Burnley 1 - 0 Aston Villa (18:00 á morgun)
Villa mun sækja og sækja en Páfinn verður með allt í lás og svo skora heimamenn eftir fast leikatriði. Dyche-masterclass.

Brighton 2- 2 Fulham (19:30 á morgun)
Held að þetta verði óvænt alveg merkilega góður leikur eftir leiðindin sem liðin buðu upp á síðast.

Manchester United 2 - 0 Sheffield United (20:15 á morgun)
Ef United býður ekki upp á mark á silfurfati eins og í síðustu viðureign liðanna get ég ekki með nokkru móti séð að stálstrákarnir eigi heima á sama velli og United-menn þessa dagana. Verður samt erfið fæðing enda mikið álag verið á liðunum.

Everton 1 - 1 Leicester (20:15 á morgun)
Þá hefst lífið án Vardy næstu vikurnar hjá Leicester akkurat þegar að maður var að fara að gæla við óvæntan Englandsmeistaratitil. Allavega baráttu um hann. Ancelotti getur lokað á flest annað þegar að ógnin af Vardy er ekki þarna en Maddison eða Barnes skora fyrir gestina.

Tottenham 1 - 2 Liverpool (20:00 á fimmtudag)
Það er alveg ástæða fyrir Klopp að óttast skyndisóknir Spurs með allan varnarherinn frá vegna meiðsla en það var einhver neisti í Liverpool um helgina fram á við sem mér líkaði. Svo hefur Mourinho takmarkaðan áhuga á að sækja og vera með boltann í þessum stórleikjum. Sé það ekki ganga á fimmtudaginn en það væri ekki í fyrsta sinn sem Mourinho myndi koma manni á óvart.

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (tveir frestaðir)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner