Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. janúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Manchester United gerir jafntefli við Liverpool samkvæmt spá Audda.
Manchester United gerir jafntefli við Liverpool samkvæmt spá Audda.
Mynd: Getty Images
Manchester City rúllar yfir Crystal Palace samkvæmt spánni.
Manchester City rúllar yfir Crystal Palace samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Siggi Bond var með sjö rétta þegar hann spáði í síðustu heilu umferð í enska boltanum.

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Auðunn Blöndal spáir í leikina að þessu sinni en hann er með þættina „Tónlistarmennirnir okkar" í sýningu á Stöð 2 þessa dagana.

Auðunn spáði einnig í einn leik í Championship deildinni eftir að leik Aston Villa og Everton var frestað.



Wolves 1 - 0 WBA (12:30 á morgun)
Bæði lið í bullandi veseni þessa dagna. Wolves með sterkara lið og vinnur þetta 1-0.

West Ham 1 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Hrikalega gott að sjá Jóa Berg aftur á vellinum. Hann jafnar leikinn fyrir Burnley sem endar 1-1.

Leeds 2 - 1 Brighton (15:00 á morgun)
Það er erfitt að tippa á Leeds þessa dagana. En ætla að segja 2-1 fyrir Mána greyið!

Fulham 1 - 2 Chelsea (17:30 á morgun)
Þetta er möst sigur fyrir Frank Lampard og félaga. Verður ekki fallegt en hafa þetta.

Leicester 2 - 1 Southampton (20:00 á morgun)
Úff þetta er erfið umferð fyrir okkur spilafíklana. En skelli 2-1 fyrir Leicester.

Sheffield United 1 - 2 Tottenham (14:00 á sunnudag)
Eins og ég dýrka Móra sýnist mér hann vera að lenda í veseni. Hann bjargar sér samt þarna í lokin á leiknum með 1-2 sigri.

Liverpool 1 - 1 Manchester United (16:30 á sunnudag)
Þetta er leikur sem ég mun ekki njóta að horfa á sökum stress. Væri til í drepleiðinlegt 1-1 jafntefli og ætla því að tippa á það.

Aston Villa 2 - 2 Everton (Frestað)
Þarna þarf ég að fara fá stig frá Grealish í fantasy! Hann hefur ekki verið að gefa og ætla að senda honum DM á Twitter að þetta sé hans síðasti séns! Fer 2-2 og Grealish og verðandi pabbinn Gylfi Sig með sitthvort markið. (Gylfi hafðu samband ef þig vantar ráð um föðurhlutverkið. Ekki við mig en bara einhvern sem kann þetta)

Manchester City 3 - 0 Crystal Palace (19:15 á sunnudag)
City fara því miður létt með þennan leik.

Arsenal 2 - 1 Newcastle (20:00 á mánudag)
Sýnist Arsenal aðeins vera að vakna. því miður fyrir Sigga Sör og félaga nær kraftaverkamaðurinn í norðrinu Steve Bruce ekki í stig þarna.

Championship

Cardiff 1 - 0 Norwich
Þetta er svona leikur þar sem maður væri að skila spólu. 1-0 og gæti ekki verið meira sama eftir að Captain yfirgaf Cardiff.

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (tveir frestaðir)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner