Sigurður Gísli Snorrason, betur þekktur sem Siggi Bond, leikmaður Þróttar Vogum, tók það að sér að spá í leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem fara fram á næstu dögum.
Siggi var í mjög flottu viðtali seint á síðasta ári sem má hlusta á hérna.
Siggi var í mjög flottu viðtali seint á síðasta ári sem má hlusta á hérna.
Everton 1 - 2 West Ham (17:30 í dag)
Á einhvern ótrúlegan hátt vinnur West Ham hérna geggjaðan útisigur. Soucekinn hleður í eitt skallamark og svo setur Bowen eitt í fjær á síðustu 20. Doucure setur hann fyrir the Toffees og Toni Leifs hamrar fartölvunni sinni í vegginn beint eftir leik.
Man Utd 7 - 2 Aston Villa (20:00 í kvöld)
Martial, Rashford, Greenwood og Bruno skora allir í ótrúlegum leik þar sem að Bruno leggur upp að minnsta kosti fjögur mörk. Solskjær er að leyfa okkur að dreyma; OLE’S AT THE WHEEL!!
Tottenham 3 - 1 Leeds (12:30 á morgun)
Kane sér bara um þennan leik, kæmi mér lítið á óvart ef hann myndi hlaða í þrennu og jafnvel að það væri fullkominn þrenna hjá kóngnum. Hjammi tryllist í Rivertown og sprengir flugelda langt fram eftir kvöldi sem hann var búinn að lofa að sprengja ekki upp fyrr en á þrettándanum!
Crystal Palace 1 - 2 Sheffield United (15:00 á morgun)
Sheffield United nær í sinn fyrsta sigur og ég ætla ekki að segja orð meira um þennan leik.
Brighton 1 - 1 Wolves (17:30 á morgun)
Brighton pakkar saman XG leiknum en ná því miður bara inn einu stigi. Trossard setur hann fyrir Brighton en Fabio Silva einhvern veginn setur hann fyrir Úlfana!
West Brom 0 - 3 Arsenal (20:00 á morgun)
#YaGunnersYa, Emile Smith Rowe og Saka klára þetta fyrir #YaGunnersYa. Danni Nicholl og Jóhann Schröder tapa sér gjörsamlega í gleðinni og panta ferð til Tene beint eftir leik! Stóri Sam gæti verið kominn í vesen eftir þetta tap.
Burnley 2 - 1 Fulham (12:00 á sunnudag)
Chris Wood, eða Ármann Smári enska boltans, setur bæði mörkin. funheitur Jói Berg kemur inn á 76. mínutu og leggur upp winnerinn.
Newcastle 2 - 3 Leicester (14:15 á sunnudag)
Callum Wilson og Joelinton koma Newcastle í 2-0 á fyrstu 20 mínutunum en Leicester kemur til baka með mörkum frá geitinni Jonny Evans, Vardy og Barnes. Siggi Sörens kveikir í Newcastle treyju og vill fá Bruce út.
Chelsea 1 - 4 Man City (16:30 á sunnudag)
De Bruyne skellihlær að Kante og pakkar Chelsea saman. Það verður gaman að heyra í okkar veikasta Chelsea manni eftir leik, Bödda Löpp. Hann var með plakat af Makelele upp á vegg í tíu ár í Fögrukinninni. Þvílíka steypan!
Southampton 2 - 2 Liverpool (20:00 á mánudag)
Ings með tvennu og skellihlær að Nathaniel Phillips, en Fabinho bjargar stigi með ótrúlegu marki undir lokin. Rósi Magg tryllist á Egilsstöðum og Atli Viðar Björnsson gjörsamlega missir sig á Twitter.
Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (tveir frestaðir)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir