Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 26. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafdís Bára í Víking (Staðfest) - Elma Rún framlengir
Mynd: Víkingur R.
Hafdís Bára Höskuldsdóttir (2002) hefur samið við Víking um að spila með liðinu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Úr tilkynningu Víkings:
Hafdís Bára sleit fyrstu fótboltaskónum vestur á Ísafirði og spilaði sína fyrstu leiki með BÍ/Bolungarvík og síðar með Vestra. Hún spilaði bæði með kvenna- og karlaliðum félagsins og þá lengst af eina stúlkan á meðal strákanna.

Hafdís flutti til Vestmannaeyja árið 2019 og samdi við ÍBV. Hún lék alls ellefu leiki með ÍBV í öllum mótum það tímabilið.

Í byrjun sumars 2020 gekk hún tímabundið í raðir Víkings en skipti yfir í uppeldisfélagið fyrir sumarið og lék með 2. flokki Vestra þar sem hún skoraði tíu mörk.

Þá tilkynnti Víkingur á dögunum að Elma Rún Sigurðardóttir (2000) hefði skrifað undir samning við félagið. Elma gekk til liðs við Víking í byrjun árs 2020 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í Reykjavíkurmótinu og fyrsta leik á Íslandsmóti þá um sumarið. Alls á hún 21 leik í öllum mótum fyrir Víking.

Víkingur endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner