Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. febrúar 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allan Purisevic eltir pabba sinn í FH (Staðfest)
Allan hér með Þorvaldi Örlygssyni, nýkjörnum formanni KSÍ.
Allan hér með Þorvaldi Örlygssyni, nýkjörnum formanni KSÍ.
Mynd: Stjarnan
Allan Purisevic hefur fengið félagaskipti frá Stjörnunni í Garðabæ yfir í FH í Hafnarfirði.

Allan er afar efnilegur miðjumaður en hann hefur leikið níu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Faðir hans er fótboltaþjálfarinn Ejub Purisevic sem starfar fyrir FH. Hann starfaði áður fyrir Stjörnuna og var hann lengi þjálfari Víkings Ólafsvíkur.

Allan, sem er fæddur árið 2006, hefur ekki enn spilað keppnisleik í meistaraflokki en það er spurning hvort sá leikur núna þegar hann er búinn að skipta yfir í FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner