„Völlurinn er orðinn nokkuð góður held ég. Það er dúkur yfir honum núna til að halda aðeins meiri hita á honum þannig sprettan verði aðeins meiri. Ég held að dúkurinn verði tekinn af á fimmtudagskvöld eða föstudagsmorgun," sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, um Kaplakrikavöll í gær.
FH lék eins og frægt er orðið á frjálsíþróttavellinum - Miðvellinum - þegar liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum. Þá var Kaplakrikavöllur, heimavöllur félagsins, ekki orðinn klár og því spilað á varavellinum.
FH lék eins og frægt er orðið á frjálsíþróttavellinum - Miðvellinum - þegar liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum. Þá var Kaplakrikavöllur, heimavöllur félagsins, ekki orðinn klár og því spilað á varavellinum.
Það var ekki vinsæl ákvörðun að leikurinn færi fram á Miðvellinum, en FH fagnaði sigri og gat glaðst yfir því.
„Ég held að völlurinn verði orðinn grænn og fínn á föstudaginn þegar við tökum á móti KR. Við spilum ekki fleiri leiki á Miðvellinum," sagði Davíð að lokum.
4. umferð Bestu karla:
föstudagur 28. apríl
18:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
20:00 Breiðablik-Fram (Würth völlurinn)
laugardagur 29. apríl
14:00 HK-Fylkir (Kórinn)
17:00 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
17:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir