Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   lau 26. apríl 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Úrslitaleikir í Lengjubikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Keppni í Lengjubikarnum lýkur í dag en það eru úrslitaleikir í B og C deild.

Víðir lagði Kára í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum B-deildarinnar á meðan Höttur/Huginn lagði KFG.

KH og KÁ mætast í úrslitum C-deildarinnar. KH lagði Álftanes 2-0 á meðan KÁ rúllaði yfir Smára 7-3 í undanúrslitum.

Þá hefst 2. umferð í Mjólkurbikar kvenna þar sem Einherjii mætir Völsungi í Boganum á Akureyri.

laugardagur 26. apríl

Lengjubikarinn
16:00 Víðir-Höttur/Huginn (Sauðárkróksvöllur) B úrslit
17:00 KH-KÁ (N1-völlurinn Hlíðarenda) C úrslit

Mjólkurbikar kvenna
18:30 Einherji-Völsungur (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner