De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   fös 26. maí 2023 17:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
James biður stuðningsmenn Chelsea afsökunnar á slöku tímabili
Mynd: Getty Images

Tímabilið hjá Chelsea hefur verið gríðarleg vonbrigði en liðið getur í besta falli endað í 11. sæti í deildinni.


Reece James hefur verið mikið frá vegna meiðsla og hann var ekki með í 4-1 tapi liðsins gegn Man Utd í næst síðustu umferð. Frank Lampard bráðabirgðarstjóri Chelsea staðfesti að hann verði ekki með gegn Newcastle í lokaumferðinni á sunnudaginn.

James er miður sín að geta ekki tekið þátt en hann sendi stuðningsmönnum liðsins skilaboð á Instagram þar sem hann afsakar slakt tímabil.

„Ég er viss um að þið hafið séð fréttirnar. Ég verð ekki klár fyrir síðasta leikinn á tímabilinu. Þetta hefur verið erfitt fyrir mig, ég biðst afsökunnar að þetta tímabil hefur ekki farið eins og við öll vildum," skrifaði James.


Athugasemdir