Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 26. maí 2023 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp brosti þegar stuðningsmenn Man Utd sungu til hans
Jamie Redknapp.
Jamie Redknapp.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Redknapp fékk heldur óblíðar móttökur þegar hann mætti á Old Trafford í gærkvöldi.

Þegar hann var að hita upp fyrir leikinn þá sungu stuðningsmenn Man Utd niðrandi söngva um hann, þeir sungu um að hann væri 'wanker' sem er breskt slanguryrði sem er notað til að móðga.

Redknapp virtist hins vegar ekkert móðgðaður, hann brosti og virtist hafa gaman að þessu.

Redknapp spilaði á sínum tíma yfir 300 leiki fyrir Liverpool og má áætla að þess vegna hafi stuðningsmenn Man Utd verið að syngja um hann sérstaklega. Mikill rígur er á milli félaganna eins og flestallir vita.

Hér fyrir neðan má sjá það þegar stuðningsmenn Man Utd sungu til Redknapp í upphitun.


Athugasemdir
banner
banner