Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júní 2020 17:00
Fótbolti.net
Lið 3. umferðar: Toppliðin í fyrra á miklu flugi
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu gegn KR.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fagnar marki gegn Þór/KA.
Valur fagnar marki gegn Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðju umferðinni í Pepsi Max-deild kvenna lauk í fyrrakvöld. Breiðablik og Valur unnu bæði 6-0 sigra og leikmenn þessara liða koma við sögu í liði umferðarinnar.

Breiðablik vann KR 6-0 á heimavelli. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu þar og Sveindís Jane Jónsdóttir tvö mörk.

Valur vann Þór/KA 6-0 þar sem Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu og Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk. Elísa Viðarsdóttir var mjög góð í vörn Vals í þeim leik. Pétur Pétursson er þjálfari umferðarinnar.

Selfoss vann sinn fyrsat sigur á tímabilinu þegar liðið lagði FH á útivelli. Clara Sigurðardóttir átti góðan dag þar og Kaylan Jenna Marckese var öryggið uppmálað í markinu.

Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann ÍBV 1-0 þar sem Jasmín Erla Ingadóttir var maður leiksins á miðjunni og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir var öflug í vörninni gegn gömlu félögunum.

Mary Alice Vignola, vinstri bakvörður Þróttar, var maður leiksins þegar liðið gerði jafntefli við Fylki á útivelli. Þar skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir bæði mörkin fyrir Fylki.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner