Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 26. júlí 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gil til Tottenham og Lamela til Sevilla (Staðfest)
Bryan Gil er afskaplega góður í stöðunni einn gegn einum.
Bryan Gil er afskaplega góður í stöðunni einn gegn einum.
Mynd: NordicPhotos
Tottenham hefur fengið vængmanninn Bryan Gil frá Sevilla og fer Argentínumaðurinn Erik Lamela öfuga leið og gengur í raðir spænska félagsins.

Gil er tvítugur og semur við Tottenham til 2026. Hann kemur upp úr akademíu Sevilla og lék sinn fyrsta aðalliðsleik í janúar 2019.

Hann var lánaður til Eibar á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 29 leiki, þar á meðal 26 byrjunarliðsleiki í La Liga. Hann skoraði fjögur mörk.

Hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánar og var hluti af liðinu sem varð U19 Evrópumeistari 2019. Þá hefur hefur hann spilað þrjá A-landsleiki.

Lamela er 29 ára og kom til Tottenham frá Roma fyrir 25,7 milljónir punda árið 2013.

Lamela hefur spilað 25 leiki fyrir Argentínu og skorað þrjú mörk. Hann mun klæðast treyju númer sautján hjá Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner