Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   lau 26. september 2020 17:16
Hilmar Jökull Stefánsson
Helgi Sig: Það er alltaf séns
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var líklega svona kátur eftir 0-3 sigur sinna manna.
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var líklega svona kátur eftir 0-3 sigur sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var mjög ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en eftir að staðan var 0-0 gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í hálfleik þá skoruðu hans menn þrjú í seinni hálfleiknum. Var eitthvað sem fór fram inn í klefa í hálfleik sem breytti gangi leiksins?

„Bara það að vera árásargjarnari og taka hlaupin inn í teig. Taka hlaupið á fyrstu stöngina og taka þannig varnarmennina frá svo við ættum möguleika á annari bylgunni og við vorum að skora mörk þar í seinni hálfleik. Menn hlustuðu og gerðu það sem fyrir þá var lagt, í heildina fínn leikur og sanngjarn sigur“

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 ÍBV

Í seinni hálfleik þá komust Þróttarar ekki nema tvisvar í einhverjar stöður á síðasta þriðjungnum, hverju breyttu ÍBV varnarlega í hálfleik eftir frekar jafnan fyrri hálfleik?

„Við vorum aggresívir, settum pressu á þá þannig að þeir fóru að spila hátt og langt og þá vorum við tilbúnir að vinna þá bolta. Það hjálpaði okkur mjög mikið af því að þá gátum við unnið boltann, haldið honum og þegar að við náðum fyrsta markinu inn og þeir þurfa að sækja þá lék leikurinn við okkur. Við gátum spilað, haldið í boltann og síðan þegar að þeir komu þá gátum við spilað á milli lína, út í kantinn og svo fyrirgjafir. Við skoruðum þrjú falleg mörk þar sem við komumst á bak við þá, út kantana og inn í teiginn, góð mörk. Frábært að fá þrjú mörk frá miðjumönnum í dag.“

Er ÍBV ennþá í séns á Pepsi Max deildinni?

„Það er alltaf séns og aðal atriðið var að ná sigri, það var kominn ansi langur tími án þess að vinna leik og við erum búnir að gera mikið af jafnteflum. Við töluðum um það fyrir leikinn að hafa trú á hlutunum, byrja á þessum leik, sýna okkar rétta andlit og menn voru heldur betur tilbúnir í það í dag. Við börðumst sem einn maður allan tímann og það skilaði okkur þessum sigri. Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, bara að þau séu skoruð. Menn voru duglegir að vinna til baka þegar þeir töpuðu boltanum og eins og ég segi, þeir áttu eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Þetta var bara sannfærandi miðað við seinni hálfleikinn.“

Umræðan fyrir mót og í sumar var á þá leið að með styrkingum Eyjamanna ættu þeir að vera langbesta liðið en ungir strákar hafa líka sett svip sinn á lið ÍBV í sumar.

„Við erum búnir að koma inn í sumar fjórum fimm leikmönnum sem eru að spila mjög reglulega, strákar sem hafa ekkert fengið sénsinn. Auðvitað hefðum við viljað vera með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er engin launung. Hitt er annað að við erum að koma strákum inn sem eru að fá mikinn séns og þetta mun allt fara í reynslubankann hjá þeim og skila sér heldur betur næstu ár. Þarna erum við komnir með leikmenn til framtíðar fyrir ÍBV. Við getum ekki verið að kaupa heilu liðin fyrir hvert einasta tímabil og núna erum við að byggja upp menn til framtíðar. Þeir eru að taka sénsinn og standa sig vel og það er þá eitthvað til að byggja ofan á.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner