Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 26. september 2020 17:16
Hilmar Jökull Stefánsson
Helgi Sig: Það er alltaf séns
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var líklega svona kátur eftir 0-3 sigur sinna manna.
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var líklega svona kátur eftir 0-3 sigur sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var mjög ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en eftir að staðan var 0-0 gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í hálfleik þá skoruðu hans menn þrjú í seinni hálfleiknum. Var eitthvað sem fór fram inn í klefa í hálfleik sem breytti gangi leiksins?

„Bara það að vera árásargjarnari og taka hlaupin inn í teig. Taka hlaupið á fyrstu stöngina og taka þannig varnarmennina frá svo við ættum möguleika á annari bylgunni og við vorum að skora mörk þar í seinni hálfleik. Menn hlustuðu og gerðu það sem fyrir þá var lagt, í heildina fínn leikur og sanngjarn sigur“

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 ÍBV

Í seinni hálfleik þá komust Þróttarar ekki nema tvisvar í einhverjar stöður á síðasta þriðjungnum, hverju breyttu ÍBV varnarlega í hálfleik eftir frekar jafnan fyrri hálfleik?

„Við vorum aggresívir, settum pressu á þá þannig að þeir fóru að spila hátt og langt og þá vorum við tilbúnir að vinna þá bolta. Það hjálpaði okkur mjög mikið af því að þá gátum við unnið boltann, haldið honum og þegar að við náðum fyrsta markinu inn og þeir þurfa að sækja þá lék leikurinn við okkur. Við gátum spilað, haldið í boltann og síðan þegar að þeir komu þá gátum við spilað á milli lína, út í kantinn og svo fyrirgjafir. Við skoruðum þrjú falleg mörk þar sem við komumst á bak við þá, út kantana og inn í teiginn, góð mörk. Frábært að fá þrjú mörk frá miðjumönnum í dag.“

Er ÍBV ennþá í séns á Pepsi Max deildinni?

„Það er alltaf séns og aðal atriðið var að ná sigri, það var kominn ansi langur tími án þess að vinna leik og við erum búnir að gera mikið af jafnteflum. Við töluðum um það fyrir leikinn að hafa trú á hlutunum, byrja á þessum leik, sýna okkar rétta andlit og menn voru heldur betur tilbúnir í það í dag. Við börðumst sem einn maður allan tímann og það skilaði okkur þessum sigri. Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, bara að þau séu skoruð. Menn voru duglegir að vinna til baka þegar þeir töpuðu boltanum og eins og ég segi, þeir áttu eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Þetta var bara sannfærandi miðað við seinni hálfleikinn.“

Umræðan fyrir mót og í sumar var á þá leið að með styrkingum Eyjamanna ættu þeir að vera langbesta liðið en ungir strákar hafa líka sett svip sinn á lið ÍBV í sumar.

„Við erum búnir að koma inn í sumar fjórum fimm leikmönnum sem eru að spila mjög reglulega, strákar sem hafa ekkert fengið sénsinn. Auðvitað hefðum við viljað vera með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er engin launung. Hitt er annað að við erum að koma strákum inn sem eru að fá mikinn séns og þetta mun allt fara í reynslubankann hjá þeim og skila sér heldur betur næstu ár. Þarna erum við komnir með leikmenn til framtíðar fyrir ÍBV. Við getum ekki verið að kaupa heilu liðin fyrir hvert einasta tímabil og núna erum við að byggja upp menn til framtíðar. Þeir eru að taka sénsinn og standa sig vel og það er þá eitthvað til að byggja ofan á.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir