Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þriggja marka sigur Freiburg
Vincenzo Grifo skoraði fyrir Freiburg
Vincenzo Grifo skoraði fyrir Freiburg
Mynd: EPA
Freiburg bar 3-0 sigur úr býtum gegn Augsburg í þýsku deildinni í dag á meðan Bochum og Stuttgart gerðu markalaust jafntefli. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg í dag.

Þetta var gönguferð í garðinum fyrir Freiburg sem gerði öll mörk sín í fyrri hálfleik. Lukas Kubler og Lucas Koler skoruðu tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum áður en ítalski vængmaðurinn Vincenzo Grifo skoraði úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Augsburg hefur gengið illa að safna stigum í byrjun leiktíðar og er aðeins með fimm stig á meðan Freiburg er í 5. sæti með 12 stig.

Nýliðar Bochum gerðu markalaust jafntefli við Stuttgart. Þrátt fyrir að Stuttgart sé með spennandi hóp og geggjað unlingastarf þá hefur stigasöfnunin gengið erfiðlega. Liðið er aðeins með 5 stig á meðan Bochum er með 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Freiburg 3 - 0 Augsburg
1-0 Lukas Kubler ('6 )
2-0 Lucas Holer ('25 )
3-0 Vincenzo Grifo ('33 , víti)

Bochum 0 - 0 Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner