Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 26. september 2023 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag um Sancho: Undir honum komið
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vildi ekkert sérstaklega ræða Jadon Sancho eftir 3-0 sigurinn á Crystal Palace í deildabikarnum í kvöld, en virtist þó enn halda því opnu að taka hann inn í hópinn.

Sancho má ekki æfa með aðalliðinu og fær þá ekki að snæða með liðsfélögum sínum í mötuneytinu eftir að hafa svarað Ten Hag á samfélagsmiðlum eftir 3-1 tapið gegn Arsenal.

Englendingurinn var ekki í hóp í þeim leik og eftir leikinn sagði Ten Hag að hann væri ekki að æfa vel.

Sancho svaraði Ten Hag fullum hálsi á Twitter, en hefur síðan eytt færslunni og Instagram-aðgangi sínum í leiðinni.

   26.09.2023 15:36
Sancho búinn að gera Instagrammið sitt óvirkt


Enskir miðlar greina frá því að Ten Hag vilji afsökunarbeiðni frá Sancho, en hann gefur sig ekki og má því ekki æfa með liðinu.

   26.09.2023 20:11
Spilaði tölvuleiki langt fram á nótt og mætti of seint á æfingar


Ten Hag vill alls ekki útiloka endurkomu Sancho, en hann verður væntanlega að biðjast afsökunar.

„Ég tala ekki um leikmenn sem eru ekki til taks. Þetta er undir honum komið,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner