Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 26. september 2023 15:36
Elvar Geir Magnússon
Sancho búinn að gera Instagrammið sitt óvirkt
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho leikmaður Manchester United hefur gert Instagram reikning sinn óvirkan. Mikið er fjallað um deilur hans og stjórans Erik ten Hag.

Ten Hag hefur tekið Sancho úr leikmannahópi sínum en leikmaðurinn neitar að biðjast afsökunar á færslu sinni á samfélagsmiðlum.

Sancho sagði í færslunni, sem síðan var eytt út, að hann hefði verið gerður að blóraböggli eftir að hafa ekki valinn í hópinn í 3-1 tapi gegn Arsenal í byrjun september.

Ten Hag sagði að Sancho væri ekki í hópnum því hann hefði staðið sig illa á æfingum.

Sancho fær ekki að æfa með aðalliðinu og hefur nú ákveðið að óvirkja Instagrammið sitt.

„Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með að segja lygasögur um mig. Ég hef staðið mig mjög vel á æfingum þessa vikuna og ég trúi að það séu aðrar ástæður að baki þess að ég sé ekki valinn í hópinn. Ég ætla ekki að fara ofan í saumana á þeim ástæðum, en ég hef verið blóraböggullinn alltof lengi og það finnst mér ekki sanngjarnt," sagði Sancho í færslu á X-inu (áður Twitter).

Enskir fjölmiðlar segja að Sancho megi ekki nota aðstöðu aðalliðsins, þar á meðal mötuneytið. Hann sé látinn æfa með unglingaliðinu. Daily Mail segir að Sancho hafi oft verið seinn á æfingar og ekki staðist agareglur Ten Hag.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner