Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   mán 26. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Jói Berg fær heimsókn frá Mourinho
Tveir síðustu leikir umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni fara fram í kvöld og hefst fjörið þegar West Brom kíkir í heimsókn til Brighton.

Nýliðar West Brom eru aðeins komnir með tvö stig eftir fimm umferðir á meðan Brighton er með fjögur stig þrátt fyrir að hafa sýnt frábæra takta á köflum. Brighton hefur verið óheppið með úrslit hingað til en liðið bæði lið hafa spilað við afar erfiða andstæðinga á upphafi tímabils.

Rúmum hálftíma eftir lokaflautið í Brighton fer viðureign Burnley og Tottenham af stað. Þar ríkir mikil eftirvænting fyrir Harry Kane og Son Heung-min sem hafa verið í fantaformi undanfarnar vikur.

Jóhann Berg Guðmundsson gæti verið með í dag en hann spilaði 68 mínútur í markalausu jafntefli gegn West Brom um síðustu helgi.

Burnley hefur farið illa af stað og er með eitt stig. Tottenham er með átta stig.

Leikir kvöldsins:
17:30 Brighton - West Brom (Síminn)
20:00 Burnley - Tottenham (Síminn)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner