Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tók utan um Amöndu og hvatti hana - „Dæmigert fyrir Sif"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir, sem er 17 ára gömul, byrjar í kvöld sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands þegar okkar stelpur mæta Kýpur í undankeppni HM.

Það er örugglega eitthvað stress í henni enda gerist það ekki mjög oft að svona ungir leikmenn séu að spila með A-landsliði, og hvað þá byrja.

Það var því fallegt að sjá - í útsendingu RÚV - fyrir leik þegar Sif Atladóttir, sem er fyrirliði liðsins í dag, tók utan um Amöndu í upphitun og gaf henni hvatningarorð.

„Þetta er dæmigert fyrir Sif. Það skiptir engu máli hvort hún sé með bandið eða á bekknum. Hún væri líka að taka þetta samtal með Amöndu út á velli fyrir leik. Hún er bara að tryggja að Amanda sé klár," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.

„Við vitum hvaða hæfileikaríka hún hefur, en það er alltaf ákveðið stress að byrja sinn fyrsta A-landsleik. Sif þekkir það og veit nákvæmlega hvaða punkta hún á að koma með til hennar. Það er frábært að hafa Sif í þessu liði."

Það verður spennandi að sjá Amöndu í þessum leik; hún er mjög efnileg. „Ég náði að æfa aðeins með henni áður en hún fór til Noregs og þá sá maður hversu rosalega mikla hæfileika þessi stelpa hefur. Ég er spennt að sjá hversu langt hún er komin. Hún er að spila reglulega í Noregi, skora og leggja upp. Ég veit ekki hvort hún sé kantmaður - hvort það sé hennar besta staða - en það verður fróðlegt að sjá hvernig hún leysir það," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals.
Athugasemdir
banner
banner