Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes: Martial er ekki góður senter
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, er ekki mesti aðdáandi þess að Anthony Martial spili sem nía.

Scholes, sem er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Man Utd, vill meina að Martial sé ekki nægilega góður til að vera aðalsenter liðsins. Hann telur að það sé mögulega betra að nota hann í annarri stöðu.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, hefur oftast notað Martial sem fremsta mann, en prófaði Edinson Cavani í því hlutverki gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni á þriðjudag. Martial var settur út á kant.

„Hann er ekki góður sóknarmaður," sagði Scholes þegar hann ræddi um Martial á BT Sport.

„Hann er ekki með hreyfinguna sem þarf til að vera sóknarmaður, hann er góður með bakið í markið. En þegar hann fær boltann og snýr að einhverjum, það er önnur staða."

Martial skoraði 23 mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins náð að skora tvö til þessa á núverandi keppnistímabili.
Athugasemdir
banner
banner