Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lucca kominn til Forest (Staðfest)
Mynd: Nottingham Forest
Nottingham Forest er búið að staðfesta félagaskipti Lorenzo Lucca frá Ítalíumeisturum Napoli.

Lucca kemur á lánssamningi út tímabilið með kaupmöguleika. Forest er talið borga rúma 1 milljón evra fyrir lánið auk þess að greiða laun sóknarmannsins. Kaupmöguleikinn hljóðar svo upp á 35 til 40 milljónir til viðbótar.

Lucca er framherji sem gerði fína hluti með Udinese á síðustu leiktíð og var keyptur til Napoli um sumarið. Honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu þar sem Rasmus Höjlund og Romelu Lukaku eru ofar í goggunarröðinni.

Lucca er 25 ára gamall og mikill skallamaður enda 2 metrar á hæð. Hann hefur aðeins skorað 2 mörk í 23 leikjum með Napoli en á síðustu leiktíð skoraði hann 14 í 36 leikjum með Udinese.

Lucca er fyrsti leikmaðurinn sem Forest fær til sín í janúarglugganum og tekur sæti Arnaud Kalimuendo í leikmannahópnum. Kalimuendo var lánaður til Frankfurt á dögunum þar sem hann er kominn með mark og stoðsendingu í þremur leikjum.

Frankfurt hefur kaupmöguleika sem hljóðar upp á tæpar 30 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner