Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 17:30
Kári Snorrason
Jói Bjarna gæti snúið heim
Jóhannes á að baki 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands, þar af tíu fyrir U21 liðið.
Jóhannes á að baki 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands, þar af tíu fyrir U21 liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður danska félagsins Kolding, heldur því opnu að snúa aftur heim til Íslands, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jóhannes gekk til liðs við Kolding síðasta sumar og er samningsbundinn félaginu til ársins 2029. Hann hefur haft takmarkað hlutverk hjá liðinu það sem af er tímabils.

Jóhannes er uppalinn hjá KR og lék alls 86 leiki fyrir félagið. Hann var lykilmaður í liði KR á síðasta tímabili áður en hann hélt út um mitt sumar.

Það þykir ekki ólíklegt að KR reyni að fá hann aftur í sínar raðir, en Valur sýndi Jóhannesi jafnframt áhuga þegar hann var á mála hjá KR.

Liðsfélagi Jóhannesar hjá Kolding er Ari Leifsson, en hann hefur einnig verið orðaður við heimkomu til Íslands.

Athugasemdir
banner
banner
banner