Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. nóvember 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richarlison í banni um helgina - Sektaður eftir leikinn gegn City
Mynd: EPA
Það hefur lítið gengið upp hjá Everton að undanförnu en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum.

Liðið tapaði gegn Man City 3-0 um síðustu helgi en Richarlison fékk að líta sitt fimmta gula spjald á þessari leiktíð í leiknum og verður því í banni er liðið mætir Brentford um helgina.

Liðið er í mikilli sóknarmannakrísu en þeirra helsti markaskorari Dominic Calvert-Lewin er meiddur ásamt Demarai Gray.

Rafa Benitez stjóri liðsins gaf í skyn að Richarlison hafi verið sektaður fyrir fimmta gula spjaldið á tímabilinu en það er mögulega algeng regla.

„Ég held að allir viti hvað fótboltalið gera í þessum málum. Hann veit það, hann gerir sér grein fyrir því að hann gerði mistök. Aðal atirðið fyrir mér er að hann þurrki þetta út úr hausnum og einbeiti sér af því að vera mikilvægur fyrir okkur í næstu leikjum," sagði Benitez.

Svo gæti farið að Cenk Tosun spili sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann hefur lítið spilað síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2017. Hann hefur verið á láni hjá Crystal Palace og Besiktas síðustu tvö tímabil. Þar spilaði hann samtals níu leiki.
Athugasemdir
banner
banner